Iðnlánasjóður

65. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 21:18:40 (2958)

[21:18]

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Stjórnarandstöðufulltrúarnir í hv. iðnn. styðja þetta frv. og einnig næsta mál á dagskrá að öðru leyti en því að við gerum athugasemd við þá málsgrein sem hér er verið að greiða atkvæði um. En hún kveður á um að ríkissjóður leggi á sérstakt innheimtugjald upp á 0,5% af iðnlánasjóðsgjaldi og iðnaðarmálagjaldi. Við teljum þetta óeðlilegt fyrirkomulag. Við hefðum kosið að hafa það öðruvísi og munum þess vegna sitja hjá við afgreiðslu málsins, bæði í þessu máli og því næsta, hæstv. forseti.