Prestssetur

66. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 23:39:19 (2980)


[23:39]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil byrja á að fagna því að hæstv. dómsmrh. hefur flutt hér brtt. sem er efnislega sú sama og var aðalatriði þess máls sem ég flutti ræðu um í gær. Ég tel eftir atvikum rétt undir þeim

kringumstæðum að draga þá mína brtt. til baka. Það er samkomulag okkar flm., hv. þm. Önnu Ólafsdóttur Björsson, að við drögum hana þá til baka. Ég vænti þess að hæstv. dómsmrh. ætli þingnefndum rýmri tíma næst þegar hann þarf að koma málum í gegnum nefndina þannig að við þurfum ekki, minni hlutinn, að gera grein fyrir jafnslæmum vinnubrögðum og við þurftum að gera í þessu máli, vegna þess að okkur var ekki ætlaður sá tími sem við þurftum að fá.
    Ég mun sitja hjá við afgreiðslu málsins þó ég viti að ef vel tekst til með þessi atriði þá eru þau á þann veg sem ég tel æskilegt, en vinnubrögðin eru á þann veg að ég treysti mér ekki til að bera ábyrgð á því.