Prestssetur

66. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 23:40:58 (2981)


[23:40]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér fannst nokkuð sérkennilegt að hæstv. dómsmrh. skyldi kjósa að koma hér og flytja ræðu um það að ekkert hefði í raun og veru breyst. Við sem hefðum verið að tala um málið í gærkvöldi og sl. nótt hefðum verið haldnir einhverjum misskilningi og nú hefði sá misskilningur verið leiðréttur. Ég ætla ekki að svara þessu, en mér finnst þetta ekki stórmannlegt hjá hæstv. dómsmrh.
    Það sem hefur gerst er að hann sjálfur hefur talið nauðsynlegt að flytja brtt. við sitt eigið frv. þar sem sá skilningur sem kemur fram í fskj. fjmrn. er gerður alveg ótvíræður. Það var það sem við óskuðum eftir í gær og það hefur nú verið gert. Það liggur þess vegna alveg ljóst fyrir, verði þessi brtt. samþykkt, að fyrri skipan helst, það þarf samþykki Alþigis við hverja sölu eða hverja þá breytingu á eignum prestssetra eða réttindum þeirra. Það er kjarni málsins.