Prestssetur

66. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 00:08:53 (2993)


[00:08]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í tilefni af orðum hv. þm. vildi ég benda hv. þm. á að þessi frumvörp bera með sér að það er verið að auka valddreifingu og það er verið að leggja það til að kirkjan fái meira sjálfsforræði og vald til þess að fara með sín mál sem Alþingi hefur sannarlega haft mikil afskipti af áður. Ég vil einnig taka það skýrt fram að ef hv. þm. þykir áhætta fólgin í því að Alþingi afsali sér þessu valdi á meðan nefndin er að störfum, þá er ástæða til þess að spyrja hvort hv. þm. sé búin að gera það upp við sig hvort það beri þá almennt að efla sjálfsforræði kirkjunnar og sjálfstæði eða jafnvel að ganga götuna til baka.