Prestssetur

66. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 00:11:14 (2995)


[00:11]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er sannarlega athyglisvert þegar hv. þm. og fulltrúi Kvennalistans kemur hér fram og ver alveg í nýjum búningi íhaldsstefnu, frá því að berjast fyrir valddreifingu og þetta eru sannarlega tíðindi. Þegar fulltrúi Kvennalistans sem boðar það, a.m.k. fyrir kosningar, að valddreifing sé það sem þær telji að gilda eigi og að höfða til grasrótarinnar. Síðan þegar hæstv. ríkisstjórn boðar það hér og reynir að koma því fram að efla grasrótina og valddreifinguna, þá skipta hv. þingmenn um hlutverk.