Skattamál

67. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 11:40:59 (3040)


[11:40]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er auðvitað rétt hjá hv. þm. að aðgerðir eru aldrei algjörlega varanlegar. Hv. þm. staðfesti það tel ég í sinni ræðu sinni nú hversu illa honum líður í þessari klemmu sem hann hefur verið settur í og ég taldi ástæðu til að vekja athygli á þeim erfiðleikum sem koma upp þegar menn þurfa að fara gegn stefnu síns eigin flokks og gegn stefnu þeirra samtaka sem þeir eru þátttakendur í.
    En hv. þm. reynir að skjóta sér á bak við það að erlendar matvörur séu svo óhollar, þær séu fullar af hormónum og fullar af salmonellum. Þess vegna eigi að skattleggja þær öðru vísi. Þá spyr ég hann: Ef það kæmi nú upp salmonella t.d. á íslensku kjúklingabúi eða salmonella í svínabúi á Íslandi á þá ekki slíkur matur að bera allt annan og hærri virðisaukaskatt? Það er auðvitað það sem hv. þm. er að segja og væri fróðlegt að heyra hvað formaður Búnaðarfélagsins segir um það.