Kirkjumálasjóður

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 13:41:30 (3052)


[13:41]
     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Í þessari grein er kveðið á um að skerða tekjur kirkjugarða varanlega um rúmlega 20%. Í umsögnum sem allshn. bárust er sterklega varað við þessari skerðingu, sérstaklega vegna kirkjugarða fámennra safnaða, enda voru með lögum um kirkjugarða frá sl. vori lögð á þá aukin útgjöld. Það sama kemur fram í bókun sem síðasta kirkjuþing lét fylgja með afgreiðslu þessara frv. og í niðurlagi þeirrar bókunar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Kirkjuþing treystir hinu háa Alþingi til að athuga þessa þætti gaumgæfilega er það fær þegar mál til meðferðar.``
    Þar sem frv. kom svo seint til allshn. hafði hún ekki tíma til að verða við þessari beiðni kirkjuþings og mun ég því sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þessa grein.