Kirkjumálasjóður

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 13:43:42 (3053)


[13:43]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegur forseti. Í þessu ákvæði til bráðabirgða eru ákvæði um að selja tvær eignir ríkissjóðs, ákvæði um fjölskylduþjónustu þjóðkirkjunnar og starfsemi hennar, ákvæði um söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og um Tónskóla þjóðkirkjunnar og að hann geti útskrifað tónlistarkennara og organista. Ég tel að hér sé um að ræða ótrúlegt lagafúsk og ég vil vekja athygli á því og mun sitja hjá við atkvæðagreiðslu þessa eða þá sem hér fer fram núna og ég reyndar skora á hæstv. dómsmrh. að beita sér fyrir því að þetta bráðabirgðaákvæði verði endurskoðað í heild hið allra fyrsta.