Réttarfar, atvinnuréttindi o.fl.

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 13:46:08 (3054)

[13:46]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Þessi bálkur sem hér er til atkvæða kominn er enn einn subbuskapurinn af hálfu þeirra sem standa að samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Hér úir og grúir af óvissuatriðum um grundvallarmál eins og fram kemur í áliti minni hluta allshn. og um viss atriði er vafi að þau fái staðist íslenska stjórnarskrá. Með vísan til þessa greiði ég atkvæði gegn 1. gr. frv. og mér sýnist að það eigi við um þær flestar nema þá helst ákvæði um útlendingaeftirlit sem séu tiltölulega meinlaus.