Tekjustofnar sveitarfélaga

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 14:01:39 (3057)

[14:01]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég bað um að fá að gera grein fyrir atkvæði mínu vegna þess að ég er út af fyrir sig sammála því sem fram kom hjá hv. talsmanni minni hluta félmn. að öðru leyti en því að ég mun fyrir mitt leyti greiða atkvæði gegn þeirri tillögu sem hér liggur fyrir við 6. gr. um lágmarksútsvar þannig að sveitarfélögin megi ekki leggja á lægra útsvar en 8,4% sem byggist á makalausri yfirlýsingu þriggja ráðherra, forsrh., fjmrh. og félmrh., frá því hér á dögunum. Auðvitað þarf Alþingi að fella það ákvæði, en ég mun sitja hjá við þessa tillögu.