Tekjustofnar sveitarfélaga

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 14:07:37 (3061)


[14:07]
     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Það er furðulegt að félmrh. sem segist vilja efla sjálfstæði sveitarfélaga skuli nú beita sér fyrir því að Alþingi ætli að banna sveitarfélögum að vera með lægri skatta en hér er kveðið á um. Það er auðvitað í hrópandi mótsögn við allar yfirlýsingarnar um sjálfstæði sveitarfélaga. Hver er skýringin? Skýringin er áróðursþörf Sjálfstfl. í borgarstjórn Reykjavíkur til að geta sagt í kosningabaráttunni að þrátt fyrir það að Sjálfstfl. hækki útsvarið þá sé hann í lágmarkinu. Þetta er ómerkileg þjónkun við áróðursþörf Sjálfstfl. í næstu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og það verður fróðlegt að sjá hvernig hæstv. umhvrh., Össur Skarphéðinsson, greiðir atkvæði um þessa tillögu ( Umhvrh.: Hann er hættur í borgarstjórn.) sem segist vera hættur í borgarstjórn en er greinilega kominn í áróðursdeild Sjálfstfl. vegna næstu borgarstjórnarkosninga. Ég segi nei.