Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

69. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 14:57:23 (3071)


[14:57]
     Finnur Ingólfsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Hér er til umfjöllunar núna frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum og eins og kom fram í framsöguræðu hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur, frsm. meiri hluta efh.- og viðskn., þá var þetta mál sent til umsagnar í nefndum þingsins þar á meðal til hv. heilbr.- og trn. Nú háttar svo til að kl. 15 í dag er boðaður fundur í hv. heilbr.- og trn. og það er mjög erfitt fyrir okkur sem ætlum að taka þátt í þessari umræðu hér á eftir að sitja samtímis á fundi í heilbr.- og trn. og líka að hlusta á þá umræðu sem fer fram nú hjá frsm. hv. efh.- og viðskn. Þess vegna fyndist mér, virðulegur forseti, eðlilegt að gert yrði hlé á þessum fundi á meðan menn héldu fund í heilbr.- og trn.