Skattamál

70. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 23:04:29 (3106)


[23:04]
     Frsm. 4. minni hluta efh.- og viðskn. (Ingi Björn Albertsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. Guðni Ágústsson fór aðeins yfir stefnufestu Framsfl. í virðisaukaskattsmálum. Mig langar að spyrja hann í ljósi þess að það er rétt ár síðan flokkurinn mótaði þá stefnu að hafa tvö þrep í virðisaukaskatti, hvort þessi stefna sem flokkurinn boðar nú muni duga eitthvað lengur. Ef svo er þá langar mig líka að vita hvort Framsfl. er tilbúinn að lofa því hér og nú að komist hann til valda eftir næstu kosningar þá muni hann afnema þetta vitlausa kerfi sem hann talar nú gegn og fara í aðeins eitt þrep og þar af leiðandi verði þetta á kosningaskrá flokksins í næstu kosningum.