Skattamál

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 11:20:12 (3124)


[11:20]
     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegi forseti. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II er fjmrh. heimilt að endurgreiða hluta virðisaukaskatts af neyslufiski. Komið hefur í ljós að fiskur mun hækka í verði við þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum. Fjmrh. hefur heimild til þess að koma í veg fyrir þá hækkun fyrst í stað en síðan mun hækkunin koma til framkvæmda.
    Ég er í sjálfu sér ekki á móti því að fjmrh. hafi áfram þessa heimild. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessum breytingum og þar á meðal á þeirri hækkun sem mun verða á fiski. Ég mun því ekki greiða atkvæði.