Tekjustofnar sveitarfélaga

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 16:33:01 (3177)


[16:33]
     Jón Kristjánsson :
    Frú forseti. Sú brtt. sem hér um ræðir er vegna þess hve þetta frv. er seint á ferðinni og hve seint það er afgreitt frá hv. Alþingi. Það er vissulega þörf á því að veita þann frest sem hér um ræðir, en þessu tengist einnig sú furðulega ákvörðun sem kom inn við undirbúning að 2. umr. málsins, að setja ákveðið gólf í útsvarið og hefur verið rakið við 2. umr. að það var til þess að þóknast m.a. Reykjavíkurborg. Við framsóknarmenn munum ekki leggjast gegn þessu ákvæði, en við viljum ekki bera neina ábyrgð á þessu máli og munum væntanlega sitja hjá við þessa brtt.