Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 17:41:24 (3191)

[17:41]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Ég tel rétt sömuleiðis að vekja athygli á því að þrátt fyrir að svo sé látið líta út sem hér sé á ferðinni samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisvaldsins, þá er hér á ferðinni enn eina ferðina hin þvingaða skattlagning sem þröngvað var upp á sveitarfélögin í landinu á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar þegar þau voru einhliða skikkuð til að greiða 600 millj. Þá datt hæstv. ríkisstjórn það snjallræði í hug að merkja þau útgjöld kostnaði við löggæslu í landinu. Á næsta árinu var settur á þetta merkimiðinn ,,vegna Atvinnuleysistryggingasjóðs`` og nú er þetta merkt sérstökum atvinnuaðgerðum í sveitarfélögum. Eftir stendur að þessi þvingaða skattlagning á sveitarfélögin er að festast í sessi. Auk þess eru þau ákvæði sem hér eru lögð til, hvort sem heldur er í frv. eða í brtt., alls ekki frambærileg og ég get ekki stutt þau eins og þau koma hér fyrir.