Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 17:53:20 (3193)


[17:53]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Það virðast vera nokkrar tilfinningar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að bæta skipan mála í sambandi við leit og eyðingu á fjallaref. Mér sýnist að þetta ákvæði sé alls ekki svo fráleitt sem halda mætti af neikvæðri afstöðu ýmissa til málsins vegna þess að það er ekki ástæða til þess endilega að ganga mjög hart fram í þessu efni og erfiðleikar geta verið á því líka að sannreyna að það sé í raun verið að efna til eyðingar. Með tilliti til þessa ætla ég ekki að greiða atkvæði um þetta mál. Ég vil ekki ganga lengra með tilliti til flokksbræðra minna sem hafa beitt sér mjög í málinu þó mér væri skapi

næst að segja já.