Tilkynning um dagskrá

72. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 18:24:08 (3199)

[18:24]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil mótmæla því að það hefði ekki verið hægt að ljúka þessum fundum á aðfaranótt sunnudags vegna þess að ég hygg að þá hefðu málin að mörgu leyti gengið hraðar fyrir sig en hefur verið í dag. Allt hefur verið í heldur rólegu tempói. Hins vegar þarf alltaf að skoða viss tæknileg atriði. Við stöndum frammi fyrir því nú um hádegi að við hættum klukkan átta á laugardagskvöld að skoða þau tæknilegu atriði sem þá þurfti að vinna. Ég er því enn á þeirri skoðun að við hefðum getað lokið þessu aðfaranótt sunnudags ef við hefðum haldið áfram þá um kvöldið.