Tilkynning um dagskrá

72. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 18:25:58 (3201)


[18:25]
     Ingibjörg Pálmadóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg ljóst að þó svo að það hefði verið hægt að ljúka þingstörfum aðfaranótt sunnudags þá hefði klukkan verið orðin æðimargt og það var þá fjórða nóttin í röð sem þingmenn hefðu vakað. Ég spyr hv. þingheim: Eru það rétt vinnubrögð að vaka í fjóra sólarhringa og taka þá ákvarðanir um mjög alvarleg og mikil mál sem snerta þjóðina alla? Ég segi nei við því.