Skattamál

72. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 23:55:24 (3236)


[23:55]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er það þannig að núv. ríkisstjórn láðist ekki að sannfæra aðila vinnumarkaðarins heldur lá málið einfaldlega þannig að það var ríkisstjórnin sem bauð aðilum vinnumarkaðarins þessa aðferð. Átti ríkisstjórnin síðan að hætta við það tilboð sem hún hafði lagt fyrir þessa aðila þegar samningarnir höfðu verið samþykktir á þessum grundvelli í öllum stéttarfélögum í landinu? Það er óraunsætt að búa um sig í bókhaldsheimi af þessu tagi.