Skattamál

72. fundur
Þriðjudaginn 21. desember 1993, kl. 00:55:34 (3251)


[00:55]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta var ágætt að heyra. Ég vil benda hv. þm. á að ég hef ekki orðið var við áhuga hans fyrir því að berjast gegn því að skattyfirvöld séu að gera nákvæmlega það sama við íþróttahreyfinguna í dag. Ég hef ekki orðið var við neina sérstaka umhyggju fyrir þeim. Ég tel ekki að bókhald flokkanna sé opið. Ég legg þá einhverja aðra merkingu í orðið opið ef menn telja að að sé opið í dag af því að skatturinn getur sent eftir einhverjum tilteknum upplýsingum. Ég tel að það sem kom fram í grein hjá Gunnari Helga Kristinssyni séu viðvörunarorð sem okkur beri að hlusta á. Ég bind miklar vonir við þá nefnd sem forsrh. skipaði og ég tel ekki að hann sé að skipa hana að óþörfu ef þetta allt liggur fyrir. Mér þykir það með hreinum ólíkindum ef svo er.