Skattamál

72. fundur
Þriðjudaginn 21. desember 1993, kl. 00:59:57 (3253)



[00:59]
     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegur forseti. Það samkomulag sem varð um þessa grein í efh.- og viðskn. milli fjögurra flokka fjallar ekki um það að orðið ,,þróunarhjálp`` komi þarna inn. Ég vil hins vegar taka það fram að samkvæmt núgildandi skattalögum er þróunarhjálp með margvíslegum hætti frádráttarbær í formi líknarmála í því formi að íslensk fyrirtæki komi að þróunarmálum í öðrum löndum. Ég tel því að það séu nægilega góðar heimildir til þess að þróunarhjálp geti verið frádráttarbær í atvinnurekstrinum og mér er ekki kunnugt um að það hafi orðið nein sérstök vandræði af því. En þótt við þingmenn Framsfl. greiðum atkvæði á móti þessari tillögu viljum við leggja áherslu á það að við erum á engan hátt andvígir því að atvinnureksturinn í landinu stuðli að þróunarhjálp.