Fjárlög 1994

73. fundur
Þriðjudaginn 21. desember 1993, kl. 02:18:22 (3270)


[02:18]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Vegna þessarar brtt. vil ég lýsa yfir eftirfarandi: Ég vil taka fram að ekki mun koma til samdráttar í þjónustu vegna ungbarnaeftirlits og mæðraverndar né heldur heimahjúkrunar. Er þess freistað í tillögu þessari að spara í kostnaði við yfirstjórn þessarar stofnunar. Mun ríkisstjórnin tryggja að ofangreint gangi eftir. Ef þörf verður á verður úr því bætt við framlagningu og afgreiðslu fjáraukalaga á næsta ári.