Fjárlög 1994

73. fundur
Þriðjudaginn 21. desember 1993, kl. 02:21:58 (3273)


[02:21]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbr.- og trmrh. fyrir þá yfirlýsingu sem fram kom frá honum í þessu máli. Ég tel hana mjög mikilvæga og ég lýsi því yfir sem þingmaður Reykvíkinga að ég mun aðstoða hann ef hann þarf að reyna að taka þetta mál inn á fjáraukalög á næsta ári, en vonandi tekst með öðrum hætti að leysa það. Ég mun hins vegar greiða atkvæði gegn tillögunni eins og hún liggur hér fyrir vegna þess að ég tel að hún feli í sér atlögu að einum besta þættinum í heilbrigðiskerfi Reykvíkinga.