Fjárlög 1994

73. fundur
Þriðjudaginn 21. desember 1993, kl. 02:32:37 (3276)


[02:32]
     Sturla Böðvarsson :
    Virðulegi forseti. Með tilvísun til umræðu í hv. fjárln. vegna þessa liðar vil ég gefa eftirfarandi skýringu. Með þessari tillögu er ekki gert ráð fyrir því að ríkissjóður afsali sér eignum á Staðarfelli, heldur yfirtaki SÁÁ umsjón alla og rekstur skólahúsanna á Staðarfelli um leið og þeir fá heimild til þess að nýta eignir í samræmi við samning sem gera þarf. Þá er gert ráð fyrir því að semja við SÁÁ um að afmarka landnotkun vegna þeirrar starfsemi sem á vegum SÁÁ fer fram á Staðarfelli eða sem fyrirhuguð verður þar.
    Þetta vildi ég, virðulegi forseti, að kæmi fram við þessa umræðu sem og að undirbúningur við samninga verði í samráði við heimamenn, þ.e. Staðarfellsnefnd.