Fjárlög 1994

73. fundur
Þriðjudaginn 21. desember 1993, kl. 02:36:06 (3278)


[02:36]
     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Við alþýðubandalagsmenn erum því samþykkir að greiddar séu sérstakar bætur til bænda sem verst hafa orðið úti vegna harðæris vorið og sumarið 1993, eins og segir hér í lið 5.13, en okkur finnst orðalagið á liðnum nokkuð ófullkomið að ekki sé meira sagt. Okkur finnst að það hefði þurft að liggja fyrir hvernig þessu fé verður úthlutað og að um það hefðu verið settar reglur. En í trausti þess að hér verði ekki um það að ræða að ráðuneytið fari að úthluta þessu fé heldur verði það óháður aðili á vegum bændasamtakanna og vegna þess að í eðli sínu er þetta gott mál, þá segjum við já.