Stöðvun verkfalls fiskimanna

101. fundur
Miðvikudaginn 02. mars 1994, kl. 14:28:27 (4716)



[14:28]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Það ber út af fyrir sig að virða það að eitthvað nagar samviskan hv. stjórnarliða, svona einn og einn í þessari atkvæðagreiðslu. En vegna orða sem féllu hér áðan frá framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands og hv. 5. þm. Norðurl. v., þá væri fróðlegt að fá það upplýst eftir þessa atkvæðagreiðslu á hvaða tíma framkvæmdastjóri Verslunarráðsins og hv. þm. telur að það sé glóra í að senda sjómenn í verkfall. Ég segi nei.