Náttúruvernd

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 17:03:21 (4789)


[17:03]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að hafa leiðrétt sig. Hann viðurkennir það sem ég hef sagt um hans málflutning hér. Breytingin að því er varðar stöðu umhvrn. og ráðherrans er þetta eitt að í staðinn fyrir að Náttúruverndarráði er nú ætlað að undirbúa friðlýsingar, ganga frá tillögum þar að lútandi, en sem umhvrh. tekur síðan afstöðu til og gengur frá með auglýsingu, það er málið, er nú nánast strípuðu umhvrn. fjárhagslega séð ætlað það að setjast yfir að móta þessar tillögur. Það er það einasta eina. Síðan er stofnunin, Landvarslan, auðvitað ráðuneytisins, eins og ræðumaður benti réttilega á. Og hann ætlar þeim sem að náttúruverndarmálum vinna, að að þeim verði búið með álíka hætti og verið hefur, á sama tíma og málaflokkar eins og ferðamálin fara vaxandi, áníðsla á landið og nauðsyn þess að grípa inn í með eðlilegri stýringu, eðlilegum aðgerðum, sem kosta auðvitað fjármagn og mannafla til að móta og sinna.