Ferill 268. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 268 . mál.


1219. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun sjóðs til að styrkja efnilega íþróttamenn.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið, en samhljóða frumvarp var lagt fram á 115. og 116. löggjafarþingi. Nefndin hefur kynnt sér umsagnir um málið frá fjármálaráðuneyti, íþróttanefnd ríkisins og menntamálaráðuneyti og Íþróttakennaraskóla Íslands.
    Nefnd, sem menntamálaráðherra skipaði árið 1992 til að endurskoða núgildandi íþróttalöggjöf, hefur nú lokið störfum og vinna að frumvarpi til nýrra íþróttalaga er á lokastigi. Í drögum að frumvarpinu er m.a. kveðið á um íþróttasjóð og sérstakan stuðning við afreksfólk í íþróttum. Með vísan til framangreinds leggur menntamálanefnd til að frumvarpi þessu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Ólafur Þ. Þórðarson og Tómas Ingi Olrich voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 1994.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Svavar Gestsson,

Árni Johnsen.


form.

frsm.



Valgerður Sverrisdóttir.

Petrína Baldursdóttir.

Björn Bjarnason.



Kristín Ástgeirsdóttir.