Ferill 113. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 113 . mál.


1268. Nefndarálitum till. til þál. um endurmat iðn- og verkmenntunar.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem felur í sér að unnið verði að úrbótum á sviði iðn- og verkmenntunar hér á landi. Tillaga sama efnis var lögð fram á 115. og 116. þingi. Nefndin hefur við umfjöllun sína stuðst við umsagnir frá Iðnnemasambandi Íslands, Landssambandi iðnaðarmanna og Sambandi iðnmenntaskóla.
    Menntamálanefnd bendir á að lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um framhaldsskóla þar sem lögð er sérstök áhersla á að efla starfsmenntun í landinu. Þessi endurskoðun framhaldsskólalaga hefur staðið yfir sl. tvö ár. Þá er starfandi á vegum menntamálaráðuneytis starfshópur um starfsþjálfun iðnnema sem hefur fengið það verkefni að leita leiða til að leysa vanda varðandi starfsþjálfun iðnnema en þeim hefur reynst erfitt að komast í starfsþjálfun að bóknámi loknu.
    Með vísan til þeirrar vinnu, sem getið er hér að framan, leggur menntamálanefnd til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Björn Bjarnason og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. apríl 1994.Sigríður A. Þórðardóttir,

Árni Johnsen.

Petrína Baldursdóttir.


form., frsm.Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir.