Köfun

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 13:41:31 (3534)


[13:41]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi spyrja hæstv. ráðherra að því ef Siglingamálastofnun á að taka við þessu hlutverki að hafa eftirlit og umsjón með framkvæmd þessara laga hvort þar sé inni einhver sérfræðingur sem muni taka þetta að sér. Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á því ef svo er ekki? Í öðru lagi þá er gerður munur á því hvort um atvinnukafara er að ræða eða áhugamenn. Verður það þá hlutverk Siglingamálastofnunar bæði að fylgjast með atvinnuköfurum, hvort þeir fullnægi settum reglum, og hvernig verður það þá viðkomandi áhugaköfurum?