Skráning skipa

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 13:54:45 (3543)


[13:54]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Herra forseti. Hv. þm. vék að þrem atriðum. Hið fyrsta var varðandi hentifánaskip. Mér er ekki kunnugt annað en að það sé opið útgerðarmönnum og útgerðaraðilum hentifánaskipa að skrá þau hér á landi. Þau verða að sjálfsögðu að uppfylla þær öryggiskröfur sem íslensk fiskiskip þurfa almennt að gera. Ég veit að í vissum tilvikum hefur það veri þröskuldur. Um hið annað atriði hvort nógu kröftug íslenska sé á 1. mgr. 1. gr. hef ég ekki annað að segja að svo hefur mér fundist en ef aðrir vilja kveða þar fastar og skýrar að þá verður slíkt orðalag lagt fram til skoðunar í nefndinni og hef ég síst við það að athuga. Um hið þriðja atriði vil ég segja, herra forseti, að mér finnst sjálfsagt að starfsmenn samgrn. kynni reglugerðina fyrir samgn.