Vegáætlun 1995--1998

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 17:55:16 (3622)


[17:55]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir svörin því málið hefur nú skýrst örlítið við þetta svar. Það sýnir það náttúrlega að þessi höfðatöluregla sem á að skipta eftir er tómt rugl. Það er sagt að það eigi að nota hana með nokkurri leiðréttingu fyrir Austurland og Vestfirði svo ekkert kjördæmi tapi. Þetta þýðir það á mannamáli að Austurland og Vestfirðir eiga að standa í stað en framkvæmdaátakið á að fara

fram í hinum kjördæmunum. Höfðatöluregluna er ekki hægt að nota því ef hún hefði verið notuð þá hefði minnkað framkvæmdafjármagnið á Austurlandi og Vestfjörðum. Þetta er nú aldeilis grautargerð ef ég má komast svo að orði og auðvitað sýnir það að þessi regla sem er verið að taka upp nú er kolvitlaus og það ætti auðvitað að leggja hana fyrir róða strax, taka bara upp gömlu regluna sem hefur reynst vel og verið samkomulag um á Alþingi.