Kísilgúrverksmiðja við Mývatn

81. fundur
Þriðjudaginn 31. janúar 1995, kl. 14:16:42 (3662)


[14:16]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil nota þetta tækifæri sem ég hef í andsvari til að taka undir þá skoðun sem hv. síðasti ræðumaður lýsti í sambandi við mikilvægi þess vegar sem liggur um Mývatnssveit til Austurlands. Ég fagna því að hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson styður staðfastlega þær áherslubreytingar sem komið hafa fram hjá núv. samgrh. og meiri hluti er fyrir í Norðurl. e. fyrir mikilvægi þeirra vegasamgangna sem nú eru komnar inn sem sérstakt verkefni. Ég er honum efnislega sammála um það að þetta er gífurlega mikilvægt atriði sem full ástæða var til þess að setja inn sem nýtt áhersluatriði í vegamálum á Norðausturlandi.