Kísilgúrverksmiðja við Mývatn

81. fundur
Þriðjudaginn 31. janúar 1995, kl. 14:17:53 (3664)


[14:17]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta fannst mér eiginlega ekki viðeigandi athugasemd því að framtíð þessa svæðis, ekki síst ef þar verða breytingar í atvinnumálum, ráðast ekki síst af því hvernig mál skipast samgöngulega séð.
    Varðandi það að ég hafi tekið undir áherslubreytingu núv. samgrh. er nú spurningin hvor tók undir málflutning hvors. Ég minni á að fyrsta mál sem ég flutti inni á þinginu, sem var reyndar á árinu 1988, var um eflingu samgangna um hálendi og milli landshluta og ég hef alla tíð talað sterklega fyrir þessu. Ég man eftir því á sameiginlegum fundi þingmanna beggja Norðurlandskjördæmanna á þinginu 1989--1990 tók ég þetta mál upp og fékk frekar litlar þakkir hjá núv. hæstv. samgrh. Honum fannst ólíklegt að í þetta verk yrði ráðist á allra næstu árum en því betur sá hæstv. ráðherra að sér í þessu máli.