Kísilgúrverksmiðja við Mývatn

81. fundur
Þriðjudaginn 31. janúar 1995, kl. 14:19:11 (3665)


[14:19]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það vill svo vel til að hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson og sá sem hér talar eru jafngamlir á þinginu, voru kosnir í kosningum 1991 þó að hv. þm. hafi haft reynslu í störfum á þinginu áður þegar hann hefur komið inn sem varamaður. En ég vil taka fram að það hefur komið ótvírætt í ljós í störfum á þessu kjörtímabili að þingmenn stjórnarandstöðunnar í Norðurl. e. hafa kvartað undan því að áherslubreyting hafi orðið í þessum málum í Norðurl. e. Þeir hafa kvartað undan því að ekki hafi lengur verið sú gamla, góða samstaða um þessi mál sem áður ríkti. En ég tek það fram að hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er réttum megin í ágreiningi þingmanna kjördæmisins.