Kísilgúrverksmiðja við Mývatn

81. fundur
Þriðjudaginn 31. janúar 1995, kl. 14:38:49 (3677)


[14:38]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vænti þess að hæstv. ráðherra taki þær ábendingar til greina sem við þingmenn komum með í þessum umræðum. Hvað varðar það sem hann segir, að hann geti aðeins ráðið því hver sé tilnefndur fyrir iðnrn., þá er það að sjálfsögðu rétt. Hitt vil ég benda á að það eru þrír fulltrúar frá ríkisstjórninni. Það er fulltrúi umhvrh., samgrh. og einn fulltrúi iðnrh. og hann er jafnframt formaður stjórnar, þannig að mér sýnist að hæstv. iðnrh. hafi nokkur áhrif á það hvernig þessi stjórn verður skipuð.