Málefni fatlaðra

82. fundur
Miðvikudaginn 01. febrúar 1995, kl. 14:42:23 (3735)


[14:42]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir þessar skýringar. Ég tek undir með henni að það er mjög nauðsynlegt að vinna að frekari úrbótum í málefnum Kópavogshælisins. Ég man einnig eftir því að þegar var verið að ræða þessi lög á sínum tíma var mikið um þetta rætt í fjárln. sem ég á sæti í. Ég er mjög ánægð með að heyra að það skuli vera fullur vilji fyrir því að vinna að frekari úrbótum í þessum málum.
    En enn og aftur vek ég athygli á því að mér finnst það nokkuð sérkennilegt að fyrrv. félagsmálaráðherrar skuli ekki vera staddir til þess að ræða þessi mál því málefni fatlaðra hafa verið stór málaflokkur einmitt á tímabili núv. ríkisstjórnar. Það vill nú svo til að núv. hæstv. félmrh. er sá þriðji, ég held ég fari rétt með, í tíð núverandi ríkisstjórnar.