Veiting ríkisborgararéttar

83. fundur
Fimmtudaginn 02. febrúar 1995, kl. 12:18:49 (3770)

[12:18]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Ég flyt á þskj. 577 frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þetta er samkvæmt venju síðara frv. um veitingu ríkisborgararéttar. Í 1. gr. frv. er lagt til að þar tilgreindum fjórum einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur. Samkvæmt hefð eru einnig í 2. gr. frv. ákvæði um að þeir skuli fullnægja gildandi íslenskum mannanafnalögum. Það hefur verið farið eftir hefðbundnum starfsreglum við tillögugerð um þá sem nú skulu hljóta íslenskan ríkisborgararétt.
    Ég legg til, frú forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.