Forkaupsréttarákvæði fiskveiðistjórnarlaga

83. fundur
Fimmtudaginn 02. febrúar 1995, kl. 13:32:02 (3775)


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Eins og áður hafði verið tilkynnt hefst nú umræða utan dagskrár sem standa mun í hálfa klukkustund. Það er hv. 5. þm. Suðurl., Guðni Ágústsson, sem farið hefur fram á umræðuna og það er hæstv. sjútvrh. sem verður fyrir svörum. Efni umræðunnar er forkaupsréttarákvæði fiskveiðistjórnarlaga.
    Eins og hv. þm. er kunnugt hefur málshefjandi leyfi til að tala í fimm mínútur og síðan aftur í tvær og sama gildir um þann ráðherra sem fyrir svörum verður. Aðrir hv. þm. og ráðherrar hafa tvisvar sinnum tvær mínútur.