Hækkun áburðarverðs

84. fundur
Föstudaginn 03. febrúar 1995, kl. 11:00:08 (3839)


[11:00]
     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Það er að verða einkenni hæstv. ráðherra, hæstv. landbrh., að þeir svara ekki spurningum. Ég ætlaði því, hæstv. forseti, að spyrja hæstv. landbrh. hvort hann teldi ekki eðlilegt að taka það upp að Þorlákshöfn eða Selfoss verði punktur á Suðurlandi til jafnræðis við Ísafjörð, Seyðisfjörð, Höfn á Hornafirði, Akureyri, Húsavík, Sauðárkrók og þar verði sama verð á áburði og í Gufunesi. En nú er hæstv. ráðherra rokinn á dyr eins og vant er þegar á að tala eitthvað af viti við þessa menn.