Framkvæmd búvörusamningsins

84. fundur
Föstudaginn 03. febrúar 1995, kl. 12:17:08 (3846)


[12:17]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Varðandi mjólkursölu til Grænlands get ég ekki annað sagt en að þegar ég var þar á ferð fyrir rúmlega ári þá ræddi ég það við grænlenska ráðamenn og landbúnaðarmenn sem ég hitti en ég hygg að úr því hafi lítið komið. En það er laukrétt að um að leið og samgöngur þangað verða greiðfærari þá opnast þar ákveðnir möguleikar.
    Um hina lífrænu ræktun er það að segja að nú fyrir jólin var samþykkt rammalöggjöf um það hvernig við ættum að standa að stöðlum í lífrænni ræktun og lífrænum útflutningi. Reglugerð sem er byggð á þeirri löggjöf er nú á lokastigi og ég vonast til þess að hægt verði að ganga frá henni í þessum mánuði.
    Ég vil svo að lokum minna á að fyrir þinginu liggur frv. um stuðning sem allir stjórnmálaflokkar standa að um markaðsstuðning og athuganir á útflutningi á lífrænum vörum frá Íslandi. Og loks er það í athugun hvort og með hvaða hætti rétt sé að nýta aðstöðuna á Sámsstöðum og með vissum hætti á Tumastöðum einnig sem tilraunastöð fyrir lífræna ræktun og garðyrkju.