Framkvæmd búvörusamningsins

84. fundur
Föstudaginn 03. febrúar 1995, kl. 16:24:35 (3904)


[16:24]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég ætla ekki að fara út í langar orðahnippingar við hæstv. landbrh. út af Agli Jónssyni, hv. 3. þm. Austurl. En í þskj. 353, sem ég hef verið að vitna til, segir Egill Jónsson og vitnar til Ríkisendurskoðunar, ekki bara Egill Jónsson heldur öll hin ábyggilega landbn., að engin aukning hafi orðið á fjárveitingum til landgræðslu og skógræktarstarfa þrátt fyrir yfirlýsingu samningsins í þessu efni samkvæmt bókun VI.
    Nú er það rétt og það var ég búinn að reka augun í, að í skýrslu landbrh., sem samin er af nefnd hans, eru aðrar tölur. En þetta er kannski ekki mál sem skiptir öllu máli, hvort það vantar 1,8 milljarða eða

2 milljarða. Það sem upp úr stendur er að það eru stórlegar vanefndir.
    Varðandi það hvort bændur hefðu átt að sjá í gegnum það á sínum tíma að orðalagið væri ekki nógu skorinort í bókun VI, það kann að vera. Ég hygg að vísu að á þeim tíma hafi bændur yfirleitt trúað því að það mætti treysta orðum og yfirlýsingum landbrh. og þegar hann gerði kröfu í samkomulagi við stéttarsamtökin þá næði hún fram að ganga. Það eru kannski breyttir tímar, því miður.