Embættisfærsla umhverfisráðherra

87. fundur
Mánudaginn 06. febrúar 1995, kl. 17:00:39 (3954)


[17:00]
     Kristín Einarsdóttir (um fundarstjórn) :
    Frú forseti. Ég ætlaði einungis að spyrja eftir hvaða grein þingskapa umræður fari fram þar sem ég tek eftir að hæstv. ráðherra talar lengur en átta mínútur. Gildir það einnig um aðra þingmenn?