Embættisfærsla umhverfisráðherra

88. fundur
Þriðjudaginn 07. febrúar 1995, kl. 14:08:16 (4002)


[14:08]
     Árni M. Mathiesen (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Sú tillaga sem hér stendur til að greiða atkvæði um hefur ekkert efnislegt innihald. Hún er ekkert annað heldur en persónuleg árás á hæstv. umhvrh. (Gripið fram í.) Mér er ekkert að vanbúnaði að taka afstöðu til þessarar tillögu þegar í stað og mér finnst leggjast lítið fyrir hv. 4. þm. Austurl., hans málatilbúnað í dag bæði við þessa umræðu, og fyrr í dag þegar hann réðst á flokksfélaga sinn,

hv. þm. Guðrúnu Helgadóttur vegna sanngirni sem hún sýndi hérna í umræðunum í gær. Mér finnst þetta vera þeim hv. þm. til skammar sem hér hafa talað í þessu máli og rengt þá hugsanlega niðurstöðu sem hér gæti fengist. Mér er ekkert að vanbúnaði til að taka afstöðu til málsins þegar í stað.