Vörugjald af olíu

89. fundur
Miðvikudaginn 08. febrúar 1995, kl. 13:58:35 (4062)

[13:58]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það geta greinilega orðið mjög sérkennilegar atkvæðagreiðslur sem hér fara fram á næstunni þannig að mér finnst ástæða til að geta þess við atkvæðagreiðslu eftir 1. umr. um málið að þó ég styðji það að sjálfsögðu að það fari til 2. umr. og umfjöllunar í nefnd þá er ég ekki efnislega sammála öllu innihaldi þessa frv. Ég tel að þó tekið sé á því að breyta þungaskattinum og innheimta hann í olíuverði þá er ekki tekið á því eins og rætt hefur verið um, þ.e. með litaðri olíu. Að öðru leyti ætla ég ekki að fara efnislega út í þetta en ég tel ástæðu til að geta þess hér að ég er ekki efnislega sammála frv. sem ég hér með greiði atkvæði með að fari til 2. umr. og nefndar.