Náttúruvernd

94. fundur
Þriðjudaginn 14. febrúar 1995, kl. 23:35:45 (4283)


[23:35]
     Finnur Ingólfsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ef ég hef skilið rétt var talað um að það yrði kvöldfundur í kvöld og eins og fram hefur komið eru sárafáir þingmenn búnir að tala við þessa umræðu og ég spyr hæstv. forseta: Er það virkilega svo að forseti ætli að halda því til streitu að ljúka umræðu um málið á þessum fundi? Þá er alveg ljóst að það mun bíða eitthvað fram á nótt ef svo fer og þá hefði auðvitað þurft af hálfu forseta að tala um það við þingmenn og þingflokksformenn ef breyting væri á að menn ætluðu að halda hér næturfund en ekki kvöldfund.