Náttúruvernd

94. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 02:48:44 (4316)


[02:48]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Forusta nefndarinnar var alfarið í höndum ráðuneytisins, formanns nefndarinnar og varaformanns sem var starfsmaður úr ráðuneytinu. Mitt mat laut fyrst og fremst að vilja okkar tilnefndra fulltrúa þingflokka.
    Hæstv. ráðherra vék áðan að fjármálum Náttúruverndarráðs. Ég kom ekki þar að neinum samanburði milli ára. Það sem ég mælti um það efni varðaði það mat fjmrn. af kostnaði vegna frv., þ.e. að ekki væri gert ráð fyrir kostnaðarauka af breytingu á lögunum í heild sinni. Það var það sem ég gekk út frá.
    Varðandi gestastofu þá byggði ég á bréfi aðstoðarmanns umhvrh. frá 2. febr. 1995 sem talar ekki aðeins um gjaldtöku fyrir þjónustu um möguleika heldur telur hann ekki óeðlilegt að innheimta gjald fyrir aðgang, sérhæfða fræðslu eða t.d. bæklinga, svo orðrétt sé til vitnað. Þetta er bara til glöggvunar.