Lækkun húshitunarkostnaðar

95. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 13:58:03 (4336)

[13:58]
     Gunnlaugur Stefánsson :
    Hæstv. forseti. Ég beini spurningu til hæstv. iðnrh. Í 6. gr. fjárlaga er að finna heimild sem felur það í sér að semja við orkusölufyrirtækin um aðgerðir til að lækka húshitunarkostnað þar sem hann er hæstur og greiða allt að 50 millj. kr. í mótframlag úr ríkissjóði umfram það sem þegar hefur verið gert af hálfu stjórnvalda með niðurgreiðslum og yfirtöku skulda orkufyrirtækja. Mig langar til þess að spyrja hæstv. iðnrh. um það hvenær megi búast við að fyrirhugaðar aðgerðir komi til framkvæmda og hvað má búast við mikilli lækkun á húshitunarkostnaði þar sem hann er dýrastur.