Breytingar á reglum Þróunarsjóðs

95. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 14:04:23 (4341)


[14:04]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Það er ekkert til fyrirstöðu samkvæmt þeim reglum sem um þessi mál gilda að tryggja að bátar sem taldir eru hafa menningarsögulegt gildi geti varðveist og fordæmi eru fyrir því þegar fyrir liggur mat sérfróðra manna um að það séu menningarverðmæti sem rétt sé að varðveita, þá stangast það ekki á við þær reglur sem í gildi eru. Á hinn bóginn ef einungis er verið að tala um almenna notkun skipa, þá hafa ekki verið uppi sérstök áform um að breyta þeim reglum sem í gildi hafa verið.